

Mér finnst þetta mjög góð hugmynd. yrði eflaust mjög skemmtilegt. Það væri gott að hafa svona ættarmót á einhverra ára fresti. Gott væri að fá nefnd sem héldi utan um þetta, kannski 3-4 duglega einstaklinga. Dísa frænka (Herdís Björnsdóttir) skipulagði svona fyrir einhverjum árum. Hún gæti kannski komið með ábendingar.
EF þú hefur tök á væri ágætt að þú tækir að þér að vera fyrir nefndinni. Það mætti svo kalla eftir fleira fólki til þess að vera með. Það fer ágætlega á því að dreifa þessu á okkar kynslóð og ekki verra að setja saman nefnd af fólki sem ekki þekkist mikið, svona til þess að gera þetta ennþá skemmtilegra. Ég hefði áhuga, en er í Kanada um óákveðinn tíma þannig að það passar ekki.
Hallo Frændi!! Loksins einhver jákvæður. Eg er hin fræga Disa. Ja þetta var bara hugmynd sem eg fékk eftir langa útiveru 12 ár i Noregi og eitt i Californiu.
svo eg bara var svo bjartsýn :) eg pantaði eitt stykki sal a Loftleiðum hoteli.
Siðan hringdi eg i þa sem eg þekkti, ja það voru símtöl i 3-4 mán. eða þannig.
en nú er þetta bara ekkert mál. Allir með email eða a Facebook.
Sko, eg er eiginlega orðin of gömul eða þannig. En eg þekki ansi marga af þessari fjölskyldu. Að hafa haft ömmu Herdisi jónsd. á heimilinu voru mikil forrettindi, sem eg skil betur og betur. Vildi vera amma i herb. barna minna.
En eg er her á Jótlandi. Sko Hann Borgar Olafs. sonur Olafs Björns. bróður mins hann pantaði sal i KEF og svo komu allir með kökur og borguðu kaffi.
Hann er i "klíku" held eg. Eg missti af þessu, það var min famelia, systk. og þeirra börn, sem eru eg veit ekki hvað mörg. En þetta er t,.d hugmynd.
hús sem ekki er mjög dýrt. tima sem ekki allir eru í sumarf´rii og úti a landi.
Við yrðum að hafa þannig , borga fyrir kaffið og húsið , og koma með meðlæti.
Bara hugmynd. Svo var hann með husið megnið af deginum, þa gat fólkið talað og hittst, og sumir fóru fyrr og þannig. Fjölsk, i kef. er ansi stór. Eg fór eftir systkyni mömmu, og niður eftir. Talaði við þa sem eg þekkti og bað þa að tala við sína nánustu. eg er með gmail. her er ekkert pláss. hehe.
Disa1942@gmail.com jaherna það væri ástæða að koma heim og fara að hitta alla ættingjana. það er ekki svo litð.. hlakka til að heyra hvað þið eruð að hugsa... hvenær, hvar, og þannig. bestu kv. Disa frænka.
Sæl Dísa. Gaman að heyra frá þér. Þessi hugmynd að hittast er aldeilis farin að vinda uppá sig og er það bara af hinu góða. Vonandi að sem flestir láti í sér heyra og komi jafnvel með einhverja góðar hugmyndir um það hvernig best væri að standa að þessari uppákomu. Við ættum að reyna að koma á fót nefnd sem gæti settst á rökstóla og komið á einhverju skipulagi í þessu máli. Við sjáum hvað setur. Boltinn er farinn að rúlla í þessu máli og við skulum sjá hvað hann vindur mikið uppá sig. Látið nú heyra í ykkur hvað ykkur finnst.
Sælir strákar minir. Þetta verður bara gaman. Eg mæli með þið hafið samb. ef það vantar að vita um ættingja .. eg veit af frænkum fyrir austan fjall , en þær eru dál. mikið i hestum og hafa nóg að gera, en eru eflaust til í að gefa einvhver góð ráð. Það er sem sagt Staðurinn, Bílastæðin og hvað a að borða.
þetta er i minum huga efst..Hvernig staðið er að mat og drykk fyrir alla aldurhópa. Kanski þarf lika að merkja liðið og hafa einvherjar myndir i innganginum, og Gestabók.
En eg bið spennt. Unga fólk látið heyra i ykkur Gangi ykkur vel.
Disa frænka.ps. eg gæti svo sem sett þett a Facebook. haha
Ég er Dadda frænka þin og móðir Ragnars. Mikið er gaman að þið eruð komnir í samband. Við mamma þín erum systradætur. Ég hef alltaf vitað af þér í gegnum Ingu og Boggu og hitti þig á barnum þínum á Kanarí fyrir nokkrum árum. Því miður vissi ég ekki hver þú varst þá. Mér líst mjög vel á þessa hugmynd og er viss um að hægt er að fá yngra fólkið í nefnd. Vona að af þessu geti orðið.