

public profile
Úr Tímanum 5. ágúst 1942:
Áttræður Bergsteinn Ólafsson, bóndi á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, er 80 ára í dag. Hann er fæddur að Árgilsstöðum 5. ágúst 1862, sonur Ólafs Arnbjarnarsonar og Þuríðar Bergsteinsdóttur, er þar bjuggu. Bergsteinn hefir verið oddviti sveitar sinnar í 37 ár, en samfleytt hefir hann átt sæti í hreppsnefnd í 50 ár, og á þar sæti enn, þrátt fyrir hinn háa aldur. Þá hefir hann oft átt sæti í sýslunefnd. Kona Bergsteins er Þórunn Ísleifsdóttir frá Kárastöðum. Börn þeirra eru Gissur hæstaréttardómari og Ólafur og Ísleifur, báðir heima. Bergsteinn er vinsæll af samsýslungum sínum, glaður og góðviljaður og hefir jafnan verið gildur bóndi.
Úr Tímanum laugardaginn 19. september 1942.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu á áttræðisafmæli mínu. Sérstaklega þakka ég Hvolhreppingum fyrir ávarp til konu minnar og mín, heimsókn og rausnarlegar gjafir. Bergsteinn Ólafsson.
Hér er skemmtileg grein um bróður hans Arnbjörn Ólafsson sem birtist í 2. tbl. Faxa 1963. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=331192&pageId=5180805&la...Ólafur Arnbjörnsson
1862 |
August 5, 1862
|
||
1902 |
April 18, 1902
|
Árgilsstadir, Hvolhreppur, Iceland
|
|
1904 |
August 25, 1904
|
||
1947 |
December 24, 1947
Age 85
|