Gizur Ísleifsson Bergsteinsson

Is your surname Bergsteinsson?

Research the Bergsteinsson family

Gizur Ísleifsson Bergsteinsson's Geni Profile

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

Gizur Ísleifsson Bergsteinsson

Birthdate:
Birthplace: Árgilsstadir, Hvolhreppur, Iceland
Death: March 26, 1997 (94)
Reykjavik, Capital Region, Iceland
Place of Burial: Reykjavik, Iceland
Immediate Family:

Son of Bergsteinn Ólafsson and Þórunn Ísleifsdóttir
Husband of Dagmar Lúðvíksdóttir
Father of Lúðvík Gizurarson; Bergsteinn Gizurarson; Sigurður Gizurarson and Sigríður Gizurardóttir
Brother of Ólafur Bergsteinsson

Occupation: Judge at the Spreme Court of Iceland
Managed by: Private User
Last Updated:

About Gizur Ísleifsson Bergsteinsson

Minningargrein í Tímariti lögfræðinga, 4. tbl. 1. 12. 1997.

MINNING Gizur Bergsteinsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, andaðist hinn 26. mars 1997, tæplega 95 ára að aldri. Með honum er genginn einn þeirra manna, sem markað hafa hvað dýpst spor í sögu Hæstaréttar Íslands og einnig í mótun réttarþróunarinnar í landinu á þessari öld. Gizur Bergsteinsson fæddist hinn 18. apríl 1902 að Árgilsstöðum í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, en þar bjuggu foreldrar hans, Bergsteinn Ólafsson, bóndi og oddviti, og Þórunn Ísleifsdóttir, húsfreyja. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1923 og embættisprófi í lögfræði lauk hann frá Háskóla íslands í júní 1927. Á árunum 1927 og 1928 stundaði hann framhaldsnám í lögfræði við háskólana í Berlín og Kaupmannahöfn. Á árinu 1928 hófst starfsferill Gizurar sem lögfræðings. Starfaði hann fyrst sem endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum. Hann var skipaður fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ágúst 1929 og var síðar settur skrifstofustjóri þar á árunum 1930, 1931 og 1934. Á þessum árum gegndi hann og nokkrum sinnum setudómarastörfum. Hinn 24. september 1935 var Gizur skipaður dómari við Hæstarétt Íslands frá 1. október sama ár að telja. Var hann þá aðeins 33 ára að aldri og hefur enginn yngri en hann verið skipaður dómari við réttinn. Dómaraembættinu gegndi hann til 1. mars 1972, eða í 36 ár og 5 mánuði, lengur en nokkur annar. Forseti réttarins var hann samtals í 9 ár á þessu tímabili. Á starfstíma Gizurar urðu miklar breytingar í hinu íslenska þjóðfélagi frá því bændasamfélagi, sem hann ólst upp í, til nútímaþjóðfélags með gjörbreyttum háttum á öllum sviðum. Óhjákvæmilega varð og mikil og ör þróun í íslenskum rétti á þessum tíma. Þar hafði Gizur mikil áhrif sökum víðtækrar lagaþekkingar sinnar og atorku. Naut hann mikils álits og trausts í störfum sínum, enda hafði hann til að bera greind og hæfileika, sem gerðu hann frábærlega hæfan til að leysa úr hinum flóknustu viðfangsefnum. Hann var víðlesinn á flestum sviðum lögfræðinnar og gerði sér sérstakt far um að fylgjast með nýjum straumum í þeim efnum. Í Hæstarétti reyndi sífellt á ný og erfið úrlausnarefni, sem tekin voru föstum og vönduðum tökum. Þar voru á þessum tíma dæmd mál á mörgum sviðum réttarins, sem voru stefnumarkandi og reyndust traust fordæmi til framtíðar. Naut hér við staðgóðrar lagaþekkingar, glöggskyggni og mannvits Gizurar og samdómenda hans. Á alllöngu tímabili fyrir og eftir miðja öldina störfuðu saman í Hæstarétti auk Gizurar dómararnir Þórður Eyjólfsson, Jón Ásbjörnsson, Jónatan Hallvarðsson og Árni Tryggvason. Allir eru þessir hæfu dómarar nú horfnir af sviðinu, en ég vil leyfa mér að fullyrða að þeir hafi haft mikil og heillavænleg áhrif á réttarþróunina og stuðlað þar að festu og stöðugleika. Ekki einasta nýttist þekking Gizurar Bergsteinssonar og hæfileikar í störfum hans sem dómari í Hæstarétti, heldur kom hann víða við. Einkum vann hann mjög að undirbúningi lagasetningar, meðal annars á nýjum sviðum. Þannig átti hann mjög hlut að mótun löggjafar á sviði samgangna, en óvíða hafa orðið eins gagngerar breytingar og þar. Hann vann meðal annars að frumvarpi að bifreiðalögum og ekki síður er merkt framlag hans til laga um loftferðir, en hann mun hafa samið frumvarp að fyrstu lögum um þau efni og skýringar með því. Þá átti hann hlut að samningu löggjafar um réttarfarsmálefni, bæði um meðferð opinberra mála og einkamála, svo og að löggjöf um Hæstarétt Íslands. Til viðbótar má hér nefna hegningarlög, lög um barnavernd og lög um lax- og silungsveiði. Um langt árabil var Gizur og formaður í yfirmatsnefnd samkvæmt lögum um lax- og silungsveiði. Þá ritaði hann einnig greinar um lögfræðileg málefni í ýmis rit. Rétt er og að geta þess að Gizur var mikill unnandi íslenskrar tungu og jafnan var það sameiginlegt kappsmál hans og samdómenda hans að dómar Hæstaréttar væru ritaðir á góðu íslensku máli eins og dómar réttarins á ofangreindu tímabili bera glöggt vitni um. Ber að vona að ætíð takist að fylgja því góða fordæmi. Gizur var gæfumaður í einkalífi. Eiginkona hans, Dagmar Lúðvíksdóttir, reyndist honum mikil stoð og stytta, en þau gengu að eigast á árinu 1931. Eignuðust þau 4 börn, Lúðvík, hæstaréttarlögmann, Bergstein, verkfræðing og brunamálastjóra rfkisins, Sigurð, sýslumann á Akranesi og Sigríði, meinatækni. Er þeim öllum, sem og öðrum aðstandendum, vottuð innileg samúð við fráfall Gizurar. Hæstiréttur Íslands minnist Gizurar Bergsteinssonar með mikilli þökk og virðingu. Með mikilvirkum störfum sínum átti hann stóran þátt í að leggja traustan grunn, sem síðan hefur verið byggt á. Sú ósk skal látin hér í ljós, að Hæstarétti megi auðnast um alla framtíð að starfa af þeirri vandvirkni, hollustu og trúnaði, sem einkenndu öll hans störf. Haraldur Henrysson http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4904374&fb_action_ids=1...

Gizur Ísleifsson Bergsteinsson ( Af heimasíðu Hæstaréttar Íslands)

f. 18. apríl 1902 á Árgilsstöðum í Hvolhr., Rang.

Faðir: Bergsteinn Ólafsson, bóndi og oddviti á Árgilsstöðum í Hvolhr., Rang., f. 5. ágúst 1862, d. 24. des. 1947. For.: Ólafur Arnbjörnsson, bóndi á Árgilsstöðum, f. 6. maí 1823, d. 6. des. 1899, og k.h. Þuríður Bergsteinsdóttir, húsfreyja, f. 13. sept. 1822, d. 20. jan. 1911.

Móðir: Þórunn Ísleifsdóttir, húsfreyja á Árgilsstöðum í Hvolhr., Rang., f. 12. ágúst 1868, d. 3. ágúst 1943. For.: Ísleifur Magnússon, bóndi á Kanastöðum í Austur-Landeyjahr., Rang., f. 7. jan. 1833, d. 22. nóv. 1895, og k.h. Sigríður Árnadóttir, húsfreyja, f. 4. ágúst 1839, d. 4. júlí 1920.

Nám: Stúdent Rvík 1923 með I. eink. 7,21. Cand. juris frá Háskóla Íslands 13. júní 1927 með I. eink. 140 st. Framhaldsnám í lögfræði í Berlín og Kaupmannahöfn 1927-28 og sótti fyrirlestra við háskólana þar.

Störf: Endurskoðandi hjá sýslumönnum og bæjarfógetum 1928-29. Skip. fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í ágúst 1929. Settur skrifstofustjóri þar 1. jan. 1930 þar til snemma árs 1931 og aftur frá nóv. 1934. Gegndi þá öðru hverju setudómarastörfum. Skip. hæstaréttardómari 24. sept. 1935 frá 1. okt. s.á., veitt lausn 18. febr. 1972 frá 1. mars s.á.

Félags- og trúnaðarstörf: Form. ríkisskattanefndar frá ágúst 1934 til 1935. Áheyrnarfulltrúi við málaferli Breta og Norðmanna í Haag 1950 um landhelgina. Hefur unnið að undirbúningi margra lagafrumvarpa, þ.á m. hegningarlaga og bifreiðalaga, um barnavernd, meðferð opinberra mála, útlendingaeftirlit og hæstarétt. Hefur einnig samið frv. til laga um meðferð einkamála í héraði með skýringum og frv. til laga um loftferðir með skýringum, lög um lax- og silungsveiði og lög um námur. Skip. form. í yfirmatsnefnd skv. lögum um lax- og silungsveiði 1942-90.

Ritstörf: Nokkrar hugleiðingar um fébótaábyrgð ríkisins, Afmælisrit helgað Einari Arnórssyni, Rvík 1940, 76; Um réttarstöðu Grænlands. Álitsgerð fyrir utanríkisráðuneytið, Rvík 1952. - Greinar: Auðgunarbrot, Úlflj. VIII, 2. tbl. 1955, 3; Varsjársáttmálinn frá 1929 og sáttmálaaukinn frá 1955, sst. XV, 4. tbl. 1962, 145; Nokkur sjónarmið í skaðabótarétti, sst. XVI, 2. tbl. 1963, 87. - Þýð.: Hefur þýtt á íslensku alla dóma og úrskurði alþjóðadómstólsins í Haag í máli Breta gegn Íslendingum út af landhelgi Íslands. - Útg.: Vann að útgáfu lagasafns 1931. Hefur gefið út allmarga árganga hæstaréttardóma og samið efnisskrár við þá.

Viðurkenningar: R.ÍF. 1948; Str.ÍF. 10. jan. 1949; Str.*ÍF. 23. des. 1958; Stk.Dbg.

Maki: 30. maí 1931, Dagmar Lúðvíksdóttir, húsfreyja, f. 26. des. 1905. For.: Lúðvík Sigurður Sigurðsson, útgerðarmaður og kaupmaður í Neskaupstað, f. 10. ágúst 1866, d. 21. jan. 1941, og k.h. Ingibjörg Þorláksdóttir, húsfreyja, f. 13. nóv. 1865, d. 25. nóv. 1956.

Börn þeirra: 1) Lúðvík, f. 6. mars 1932 í Rvík, stúdent frá M.R., hrl. (nr. 927) í Reykjavík. Maki: Valgerður Guðrún Einarsdóttir, skrifstofumaður. 2) Bergsteinn Þór, f. 29. nóv. 1936 í Rvík, stúdent frá M.R., verkfræðingur, brunamálastjóri ríkisins í Reykjavík. Maki: Marta Bergman, húsfreyja. 3) Sigurður, f. 2. mars 1939 í Rvík, stúdent frá M.R., hrl. (nr. 1175), sýslumaður á Akranesi. Maki: Guðrún Þóra Magnúsdóttir, skrifstofumaður. 4) Sigríður, f. 2. sept. 1942 í Rvík, meinatæknir í Reykjavík.

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=295670&pageId=4384337&la... Ólafsson

view all

Gizur Ísleifsson Bergsteinsson's Timeline

1902
April 18, 1902
Árgilsstadir, Hvolhreppur, Iceland
1932
March 6, 1932
1936
November 29, 1936
Iceland
1942
September 2, 1942
1997
March 26, 1997
Age 94
Reykjavik, Capital Region, Iceland
April 3, 1997
Age 94
Gufuneskirkjugarður K-5-0031, Reykjavik, Iceland