

public profile
Jóhann E. Ólafsson fæddist í Keflavík 7. desember 1944. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. mars 2013. Útför Jóhanns fór fram í kyrrþey.
Foreldrar hans voru Marta Eiríksdóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1992, og Ólafur Ingibersson, flutningabílstjóri í Keflavík, f. 1913, d. 1987. Þau hjón eignuðust tíu börn og var Jóhann sá sjötti í röðinni.
Systkini Jóhanns eru: Ingiber Marinó, f. 5.7. 1934, d. 11.9. 2007. Eiríkur Gunnar, f. 15.1. 1936. Stefán, f. 29.1. 1937. Sverrir, f. 15.5. 1938. Hulda, f. 28.4. 1942. Albert, f. 22.9. 1946. Reynir Jens, f. 23.10. 1947. Hjördís, f. 5.6. 1949. Ólafur Már, f. 27.8. 1951.
Jóhann kvæntist hinn 24. september 1966 Guðrúnu Þ. Einarsdóttur og eignuðust þau þrjú börn: 1) Einar Þór, f. 5.11. 1970. Maki hans er Bryndís Einarsdóttir og eiga þau fjórar dætur. 2) Þorbjörg, f. 13.2. 1973. Maki hennar er Ólafur Andri Stefánsson og eiga þau tvö börn. 3) Gunnhildur Hekla, f. 30.9. 1974. Maki hennar er Arnar Leifsson og eiga þau tvö börn.
Jóhann ólst upp í stórum systkinahópi í Keflavík. Á unglingsárum fór hann sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Fljótlega eftir heimkomuna hóf hann nám við Samvinnuskólann á Bifröst. Jóhann starfaði í fjölda ára hjá heildversluninni Kristjánsson hf. en hóf síðan störf hjá St. Jósefsspítala í Hafnarfirði undir lok síðustu aldar. Hann tók við starfi forstöðumanns Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands árið 2000 og starfaði þar til ársins 2004, er hann sneri aftur til starfa á St. Jósefsspítala. Síðustu árin var hann verkefnastjóri á fjármálasviði Landspítalans, þar sem hann starfaði á innkaupadeild.
1944 |
December 7, 1944
|
||
2013 |
March 26, 2013
Age 68
|