Jón Bogason

public profile

Is your surname Bogason?

Research the Bogason family

Jón Bogason's Geni Profile

Records for Jón Bogason

453 Records

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

Share

Jón Bogason

Birthdate: (86)
Death: October 20, 2009 (86)
Immediate Family:

Father of <private> Jónsdóttir

Managed by: Private User
Last Updated:
view all

Immediate Family

    • <private> Jónsdóttir
      child

About Jón Bogason

Jón Bogason fæddist í Flatey á Breiðafirði 9. apríl 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum 20. október sl. Foreldrar hans voru Bogi Guðmundsson kaupmaður í Flatey, f. 21.1. 1877, d. 20.5. 1965, og Sigurborg Ólafsdóttir húsmóðir, f. 7.9. 1881, d. 24.9. 1952. Bogi var sonur Guðmundar Arasonar á Klúku í Bjarnarfirði, og Guðrúnar Jónsdóttur. Sigurborg var dóttir Ólafs frá Brandsstöðum Ólafssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur sjómanns í Flatey. Systkini Jóns eru Guðmundur, f. 2.1. 1903, d. 15.2. 1975, Ólafía, dó ung, Ólafía Guðrún, f. 13.1. 1906, d. 13.4. 1930, Jónína Sigríður, f. 26.11. 1907, d. 4.10. 2000, Ingvi, f. 26.8. 1909, d. 2.7. 1954, Lára, f. 10.12. 1910, d. 13.11. 1997, Sturla, f. 5.2. 1913, d. 17.2. 1994, Þórður, f. 16.5. 1915, d. 2.10. 1990, Kristín, f. 29.12. 1916, d. 9.1. 1943, og Sigurberg, f. 18.12. 1918.

Jón kvæntist 19.9. 1953 Guðrúnu Berglindi Sigurjónsdóttur ljósmóður, f. 19.6. 1932, d. 29.11. 2001. Hún var dóttir Sigurjóns Gestssonar bónda og leigubílstjóra og Herdísar Jónsdóttur bónda og húsmóður. Börn Jóns og Guðrúnar Berglindar eru: 1) Herdís Jónsdóttir kennari, f. 28.2. 1954, gift Halldóri Snorra Gunnarssyni verkefnastjóra, f. 21.11. 1953. Börn þeirra eru: a) Berglind Björk, f. 1977, gift Hannesi Þór Baldurssyni, f. 1974, þau eiga Baldur Rökkva, f. 2005 og Halldór Hvannar, f. 2007, b) Svanhildur Sif, f. 1985, c) Lovísa Lára, f. 1987, og d) Gunnar Már, f. 1988. 2) Sigurborg Inga kennari, f. 10.1. 1956, gift Einari Hafsteinssyni húsasmið, f. 17.10. 1957. Börn þeirra eru Auður Inga, f. 1986, Jón Ingi, f. 1987, og Hjörtur, f. 1995. 3) Bogi blikksmiður og veitingamaður, f. 25.5. 1960, kvæntur Narumon Sawangjaitham veitingamanni, f. 14.6. 1960. Þau eiga Charin, f. 1979, Nimit, f. 1981, og Jón, f. 1994. 4) Sigurbjörg búfræðingur, f. 1.6. 1963, hún er í sambúð með Jóni Líndal, f. 6.3. 1964. Börn hennar og Lárusar Hermannssonar eru: a) Líf Steinunn, f. 1984, í sambúð með Magnúsi Reynissyni, f. 1981, b) Jakob Elvar, f. 1987, og c) Viktor Freyr, f. 1988. 5) Berglind hjúkrunarfræðingur, f. 18.10. 1967, sambýlismaður Ari Einarsson hljómlistarmaður, f. 25.1. 1965. Börn þeirra eru Ísar Kári, f. 1994, Ástrós Birta, f. 1996, og Arnar Snær, f. 2003.

Jón ólst upp í Flatey og gekk þar í barnaskóla. Hann stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1946-1947. Jón fór ungur til sjós og stundaði bæði sjómennsku og verkamannavinnu viðs vegar um land. Hann settist að í Kópavogi árið 1953 og bjó þar alla tíð. Jón hóf störf hjá Hafrannsóknastofnun 1972 en vann jafnframt sjálfstætt að söfnun skelja og annarra sjávarlífvera. Heil ættkvísl skeldýra hefur verið nefnd í höfuðið á honum og er latneska heitið á henni Bogasonia.Jón hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir rannsóknir sínar á vistfræði sjávar. 1. janúar 1998 var Jón sæmdur Riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar vegna rannsókna sinna á botndýrum við Ísland Árið 1998 afhenti hann Náttúrufræðistofnun Íslands til eignar safn hryggleysingja af Íslandsmiðum.

Útför Jóns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, 6. nóvember, og hefst athöfnin kl. 15.

Úr Mbl.is 6. nóvember 2009

view all

Jón Bogason's Timeline

1923
April 9, 1923
2009
October 20, 2009
Age 86