Ole Peter Christian Möller

Is your surname Möller?

Research the Möller family

Ole Peter Christian Möller's Geni Profile

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

Ole Peter Christian Möller

Birthdate:
Death: October 27, 1917 (63)
Hjalteyri, Ísland (Iceland)
Immediate Family:

Son of Christian Ludvig Möller and Sigríður Magnúsdóttir Norðfjörð
Husband of Ingibjörg Gísladóttir
Father of Sigurlaug Elísabet Möller; Sigríður Möller; Ludvig Kristján Möller; Anna Lucinda Möller; Sigríður Ólína Möller and 3 others
Brother of Anna Margrét Þuríður Kristjánsdóttir, Claessen; Jóhann Georg Möller; Kristjana Welskov and Helga

Occupation: Kaupmaður á Hjalteyri
Managed by: Hjörtur Kristjánsson
Last Updated:

About Ole Peter Christian Möller

Látinn er nýlega á Hjalteyri Ole Peter Christian Möller, faðir Jakobs Möller ritstjóra og þeirra bræðra fæddur og uppalinn hér í Reykjavík, sonur Christians Möller, er hér var verzlunarstjóri fyrir bróður sinn 0. P. Möller, en systir þeirra var frú María Finsen kona Ólafs yfirdómara, en móðlr Vilhjálms hæstaréttardómara, Óla póstmeistara, Hannesar stiftamtmanns (föður Níels, ljóslæknisins heimsfræga). Ole P. Möller varð 65 ára og hafði vanheill verið svo árum skifti.

Heimild: Ísafold 03.11.1917 bls.3

O. MÖller kaupm. Hjalteyri. Ole Peter Christian Möller hét hann fullu nafni og var fæddur að Grafarósi 7. ág. 1854. Faðir hans Chr. Ludvig Möller var þá verzlunarstj. þar, en síðar gestgjafi í Reykjavík. Af systkinum Ole Möllers eru á lífi þær frúrnar: Kristjana Welskov f Kaupmannahöfn, Anna Claessen landsféhirðis í Rvík og Helga, kona síra Jóns Þorsteinssonar á Möðruvöllum, en dáinn er Jóhann kaupmaður á Blönduósi. Ole sál. flutti með foreldrum sfnum til Rvíkur urn 1860, gekk síðar í Iærðaskólann og tók 4. bekkjarpróf. Árið 1872 gerðist hann verzlunarmaður á Skagaströnd, en þangað var kominn á undan honum Jóhann bróðír hans. Árið 1875 giftist hann Ingibjörgu Gísladóttur hreppstjóra Jónssonar frá Neðri-Mýrum í Húnavatnssýslu. Verzlunarstjóri fyrir svonefndri Muncks-verzlun á Hólanesi varð hann 1880. Sem verzlunarmaður og verzlunarstjóri var hann virtur og elskaður af öllum þar vestra, sakir margskonar góðra hæfileika. Árið 1883, við nýár, keypti hann verzlunina, en varð fyrir því mikla slysi að á Þorláksdagsnótt fyrir jól sama ár brunnu öll húsin til kaldra kola, ásamt nær öllum innanstokkamunum og talsverðu af vörum, allt óvátrygt nema verzlunarhúsin fyrir örlítilli upphæð. Mun það mesti bruni sem nokkru sinni hefir komið fyrir í Húnavatnssýslu. Eftir nýár 1884 sigldi hann til Kaupmannahafnar og kom heim vorið eftir með hús og vörur. Verzlaði hann svo á Hólanesi til þess að hann vorið 1888 seldi verzlunina F. H Berndsen og flutti hann þá til Blönduóss og gerðist verzlunarstjóri hjá Jóhanni bróður sínum, en rak jafnframt sveitabúskap á Neðri-Mýrum. Þessum störfum hélt hann til vorsins 1897 að hann fluttist til Hjalteyrar. Á meðan hann var verzlunarstjóri hjá bróður sínum, blómgaðist verzlun stórkostlega og munu margir hinir eldri Húnvetningar ávalt minnast hlýlega þeirra ára, sem þeir Möllersbræður störfuðu saman að verzlun meðal þeirra. — Þegar Oie Möller kom til Hjalteyrar hafði hann keypt verzlunarhús Gunnars Einarssonar frá Nesi, en bygði síðar stórt og vandað íbúðar- og verzlunarhús þar, hið svo kallaða Möllershús á Hjalteyri, sem síðar er orðið svo mörgum kunnugt fyrir gestrisni og alla góðvild Ole Möllers, konu hans og barna þeirra, meðan þau dvöldu þar um 15 ára skeið.—Á Hjalteyri rak hann mest fisk og síldarverzlun. — í öllum störfum sínum var hann framúrskarandi vandvirkur og samvizkusamur og kom það fram í því meðal annars að um eitt skeið þótti fiskur og síld með hans vörumerki bera at öðrum þessháttar vörum á markaðinum f Kaupmannahöfn. Öll árin sem hann var i Húnavatnssýslu hafði hann á hendi afgreiðslu Sameinaða gufuskipafélagsins danska á þeim stöðum sem hann var á og sömuleiðis á Hjalteyri. Vegna þess hve framúrskarandi fær hann var í allri bókfærslu hafði hann með hönd um endurskoðun á ýmiskonar opinberum reikningum og fjölda margir einstaklingar leituðu til hans í þeim efnum. Árið 1912, við nýár, seldi hann Thor E Tulininus & Co. verzlun sína á Hjalteyri og var eftir það hjá syni sínum Ludvig—var hann þá farinn að heilsu, sem margfaldur ástvinamissir hefir að sjálfsögðu verið miki) orsök til. Sonur hans Jóhann Jón druknaði af skautum haustið 1900 -- niður um ís á tjöminni á Hjalteyri—og á einu ári 1907—1908 misti hann 3 upp komnar dætur á aldrinum 16—22 ára, Sigríði, Sigurlaugu og Önnu, öll mannvænleg fríðleiks ungmenni. Á lífi eru 3 synir bans: Ludvig kaupmaður á Hjalteyri, Jakob ritstjóri »Vísis« í Rvk, og Haraldur verzlunarmaður í Haganesvík. Siðustu árin lá hann rúmfastur og þjáðist mikið með köflum, en var þá svo lánsamur að (á að njóta hinnar ágætu hjúkrunar hinnar góðu og mikilhæfu konu sinnar, sem í blíðu og stríðu stóð honum ávalt við hlið, sem sönn hetja. Gestrisni hans og Ijúfmannleg framkoma, ásamt góðum gáfum, olli því að heimili hans var ávalt elskað og virt af fjölda manna sem nú minnast hans með söknuði. — Hann dó að kveldi þess 27. okt — Jarðarför hans fór fram að Möðruvöllum laugardaginn 10.nóvember 1917.

view all 12

Ole Peter Christian Möller's Timeline

1854
August 7, 1854
1876
June 29, 1876
1880
July 12, 1880
Hólanesi, Skagaströnd, Ísland
1882
June 4, 1882
1885
May 11, 1885
1888
November 29, 1888
1892
1892
1895
July 7, 1895
1917
October 27, 1917
Age 63
Hjalteyri, Ísland