Þóru Hróaldsdóttir, „hlaðhönd“

public profile

Is your surname Hróaldsdóttir?

Research the Hróaldsdóttir family

Þóru Hróaldsdóttir, „hlaðhönd“'s Geni Profile

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

Þóru Hróaldsdóttir (Roaldsdatter Hauld), „hlaðhönd“

Icelandic: Þóra Hróaldsdóttir, „hlaðhönd“
Also Known As: "Þóra „hlaðhönd“ Hróaldsdóttir"
Birthdate:
Birthplace: Iceland
Death:
Place of Burial: Aurland i Sogn
Immediate Family:

Daughter of Roald (Hróaldur) Audbjørnson Fjordane and (No Name)
Wife of Björn "hersir" Brynjólfsson, "the Yeoman" Viking
Mother of Tord Brynjulfson and Ásgerður Bjarnardottir
Sister of Thorir herse Hroaldson

Occupation: wife of Björn Brynjolfsson "the Yeoman" Torolf
Managed by: Cecilie Nygård
Last Updated:

About Þóru Hróaldsdóttir, „hlaðhönd“

Þóra hlaðhönd var systir Þóris hersis Hróaldssonar. Hún var mjög fögur og hefur sjálfsagt búist við skart úr því hún var kölluð hlaðhönd, en hlað þýðir skrautband og hlaðhönd merkir því "með armband". Í veislu nokkurri sem haldin var að sumarlagi í Fjörðum, sá Björn Brynjólfsson, höfðingjasonur af Sogni (næsta fylki við Firðafylki) Þóru hlaðhönd og hreifst mjög af henni. Hann bað um hönd hennar en Þórir hersir synjaði honum ráðsins. Þá greip Björn til þess ráðs að ræna Þóru og fara með hana heim til sín. Það var til lítils, því Brynjólfur, faðir Bjarnar, gætti Þóru eins og sjáaldurs auga síns og tilkynnti að hún skyldi vera þar á bænum eins og hún væri systir Bjarnar (en það var nú ekki beinlínis það sem hann hafði haft í huga ...). Þegar veturinn var liðinn og Björn hafði ekkert komist nálægt Þóru, greip hann til sama ráðs og fyrr, þ.e. rændi Þóru, en í þetta skipti sigldi hann með hana úr landi.

Þau lentu í leiðindaveðri og hrakti víða um haf uns þau tóku land í Mósey á Hjaltlandi. Í lendingunni skemmdist skipið og því voru þau um kyrrt í Mósey næsta vetur. Þar gerði Björn brúðkaup sitt til Þóru.

Vorið eftir héldu þau til Íslands, því Björn var nú réttdræpur hvar sem í hann næðist, að skipan Haralds hárfagra. Þau komu að landi í Borgarfirði og fóru á fund Skalla-Gríms, þrátt fyrir að hann væri fóstbróðir Þóris hersis, sem átti vitaskuld ýmislegt vantalað við Björn! Sem betur fer fengu þau að dvelja hjá Skalla-Grími, jafnvel eftir að hann vissi hið sanna. Hann kom því meira að segja í kring að sættir tókust með Birni og Þóri hersi.

Vorið sem Björn og Þóra komu til Íslands var Þóra ófrísk og sumarið 910 fæddist þeim dóttirin Ásgerður. Þegar Ásgerður var 4 -5 ára fóru foreldrar hennar til Noregs til að ganga frá sættunum við Þóri hersi. Þóra átti ekki afturkvæmt til Íslands heldur dó skömmu síðar.

Björn kvæntist aftur. Með seinni konu sinni eignaðist hann aðra dóttur, Gunnhildi. Þessi hálfsystir Ásgerðar giftist Berg-Önundi. Þeir Berg-Önundur og Egill Skalla-Grímsson deildu svo ákaft um arfinn eftir Björn Brynjólfsson, eftir að hann dó einhvern tímann um 944.

view all

Þóru Hróaldsdóttir, „hlaðhönd“'s Timeline