Brynjólfur Skúlason Bjarkan

public profile

Is your surname Skúlason Bjarkan?

Research the Skúlason Bjarkan family

Brynjólfur Skúlason Bjarkan's Geni Profile

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

Brynjólfur Skúlason Bjarkan

Birthdate:
Death: May 17, 1993 (49)
Immediate Family:

Husband of Private
Father of Private; Private and Private

Managed by: Private User
Last Updated:
view all

Immediate Family

    • Private
      spouse
    • Private
      child
    • Private
      child
    • Private
      child
    • Private
      stepchild
    • Private
      stepchild

About Brynjólfur Skúlason Bjarkan

Það er erfitt fyrir mig að skilja og sætta mig við tilgang æðri máttar þegar hann á sekúndubroti tekur í burtu góðan vin sem verið hefur mér samferða í lífi og starfi undanfarin þrjátíu ár. Í dagsins önn, þegar sólin er sem hæst á lofti, þrek og þróttur í hámarki, og svo mörgum verkum ólokið er sú staðreynd í órafjarlægð að dauðinn geti kvatt á dyr fyrirvaralaust. Við sem eftir lifum getum aðeins beðið um styrk og þrótt til þess að skilja gjörðir hans sem öllu ræður. Með þessum hugleiðingum sest ég niður og rita minningargrein um vin minn og samstarfsfélaga, Brynjólf Bjarkan, sem lést af slysförum 17. maí sl.

Brynjólfur Bjarkan, eða Binni eins og hann jafnan var nefndur dagsdaglega, fæddist á Akureyri 12. mars 1944. Foreldrar hans voru María Brynjólfsdóttir sem lifir son sinn og Skúli Bjarkan skjalaþýðandi sem er látinn.

María og Skúli eignuðust tvö börn, Binna og Böðvar. Þau slitu samvistir og er seinni maður Maríu, Jón Ólafsson, fyrrverandi deildarstjóri hjá Ríkisendurskoðun, og ólst Binni upp hjá þeim. Hálfbróðir Binna er Guðmundur arkitekt, búsettur í Noregi. Auk þess eignaðist Binni annan hálfbróður, Hrólf, sem faðir hans átti með seinni konu sinni. Binni ólst upp á Akureyri til fimmtán ára aldurs og fluttist þá til Reykjavíkur með móður sinni og stjúpföður, tók landspróf og settist í Menntaskólann í Reykjavík.

Kynni okkar Binna og vinskapur hófst er við urðum sessunautar í fjórða bekk í MR haustið 1961, og allt frá þeim tíma hefur aldrei brugðið skugga á vinskap okkar.

Þegar hugurinn reikar til baka er ótal margs að minnast frá hinum áhyggjulausu menntaskólaárum okkar sem ekki verður tíundað í þessari stuttu minningargrein. Á þessum árum komu strax í ljós yfirburða námshæfileikar Binna sem nýttust honum til dauðadags og var hann aldrei spar á að miðla mér af sínum þekkingarbrunni.

Stúdentsprófi lukum við saman vorið 1964, og Binni að sjálfsögðu með ágætiseinkunn.

Eftir stúdentspróf lá leið okkar saman í viðskiptadeild Háskóla Íslands þar sem við lukum báðir embættisprófi í viðskiptafræði vorið 1970. Að loknu prófi hóf Binni störf sem forstöðumaður upplýsingadeildar Verslunarráðs Íslands og starfaði þar frá árinu 1970-72. Aðstoðarmaður rafmagnsveitustjóra ríkisins var hann frá því í október 1972 til júní 1973. Frá þeim tíma starfaði Binni hjá fyrirtækjum mínum til dauðadags.

Með árunum styrktist vinátta okkar stöðugt, það var sem einhver ósýnileg taug væri á milli okkar, mér fannst stundum sem nóg væri að við litum hvor á annan, þá skildum við hugsanir hvor annars. Orð voru óþörf. Yfirburða hæfileikar Binna við úrlausnir á hinum margvíslegustu verkefnum komu vel í ljós við flest þau verk er vanda þurfti sérstaklega til, og var það á þeim stundum sem við í starfi náðum sem nánustu sambandi einkum og sér í lagi þegar við vorum tveir einir saman í Bröttugötunni á kvöldin og um helgar. Þessar stundir líða mér aldrei úr minni. Trygglyndi og heiðarleiki Binna í minn garð og umhyggja hans fyrir velferð fyrirtækja minna verður aldrei fullþakkað.

Binni mat góðar bókmenntir og var nánast alæta á allan fróðleik. Seinni árin voru tónverk gömlu meistaranna honum einnig hugstæð. Öll sú mikla þekking á hinum margvíslegustu málefnum sem Binni hafði aflað sér var með ólíkindum. Það virtist vera sama um hvað var spurt, svörin átti Binni. Þekking hans var aldrei yfirborðskennd heldur virtist sem hann hefði kafað til botns í sérhverjum hlut, brotið hann til mergjar og með þá þekkingu til hliðsjónar myndaði hann sér skoðanir á yfirvegaðan hátt. Sú tilhugsun að öll sú mikla þekking sem Binni bjó yfir skuli ekki lengur nýtast okkur er þungbær.

Binni var að eðlisfari hlédrægur maður, orðvar með afbrigðum, umtalsgóður og algerlega laus við öfund í annarra garð. Öll sýndarmennska var honum mjög á móti skapi. Sá sérstæði eiginleiki Binna að láta aldrei bera á yfirburða hæfileikum sínum gerði það að verkum að hann gat auðveldlega umgengist alla sem jafningja sína. Binni var öllum þeim sem kynntust honum eftirminnilegur persónuleiki.

Sambýliskona Binna var Halldóra Gunnarsdóttir og eignuðust þau saman þrjú börn, Brynjar 14 ára, Jón 13 ára og Maríu 10 ára. Binni bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni sem lýsir sér best í því nána sambandi sem hann átti við börnin sín þrjú og er missir þeirra mikill.

Binni minn, nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman og vináttu þína sem ég gat ætíð reitt mig á. Það verður aldrei fyllt það skarð sem nú hefur verið höggvið í Bröttugötunni, en minningin um góðan dreng mun ávallt lifa með mér og samstarfsfélögum þínum sem eftir lifa.

María og Jón, Dóra, Brynjar, Nonni og María litla. Megi hönd Guðs styðja ykkur nú þegar sorgin er sem mest.

Hvíl þú í friði kæri vinur.

Herluf Clausen.

Kveðja frá bekkjarbræðrum í MR Í endurminningunni finnst mér ekki langt síðan við kvöddum Menntaskólann í Reykjavík vorið 1964 með hvítar húfur á kolli. Meðal okkar var Brynjólfur Bjarkan sem lést í umferðarslysi 17. maí sl. Við D-bekkingar hörmum nú fráfall Binna, eins og hann var venjulega kallaður í okkar hópi. Hann var skarpgreindur, afbragðs námsmaður, jafnvígur á allar greinar, þótt einkum væri hann þekktur fyrir góða tungumálakunnáttu. Stúdentsprófið bar þessu glöggt vitni. Dugnaðarinn var mikill, jafnvel tekinn karfatúr á togara í jólafríi í vályndum vetrarveðrum. Binni lét ekki fara mikið fyrir sér enda enginn hávaðamaður og lét fremur verkin tala. Hann tók með jafnaðargeði því sem að höndum bar, "allt í lagi" sagði hann gjarnan, og ætíð var prúðmennska og drenglyndi í fyrirrúmi. Það er gott að eiga slíkar minningar um horfinn félaga.

Aðstandendum vottum við innilegustu samúð.

Ólafur R. Dýrmundsson.

Tekið af Mbl.is frá 29. maí 1993

view all

Brynjólfur Skúlason Bjarkan's Timeline