Geirmundur Guðmundsson

Is your surname Guðmundsson?

Research the Guðmundsson family

Geirmundur Guðmundsson's Geni Profile

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

About Geirmundur Guðmundsson

Geirmundur Guðmundsson var fæddur í Kjaransvík 7. mars 1857. Foreldrar hans voru Guðmundur Snorrason Brynjólfssonar bónda í Hælavík og konu hans Sigurfljóðar Ísleifsdóttur Ísleifssonar bónda á Hesteyri.

Sigurlína var fæddd í Neðri - Miðvík 29. febrúar 1852. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson Jónssonar bónda á Sléttu í Jökulfjörðum. Geirmundur og Sigurlína gengu í hjónaband 17. september 1883 og eignuðust fjögur börn: Júlíus, fæddur í Stakkadal 26. maí 1884, bóndi á Atlastöðum. Júlíus giftist Guðrúnu Jónsdóttur 23. september 1905 og eignuðust þau saman tólf börn. Guðrún var fædd 18. júní 1884 og lést 24. mars 1951. Júlíus var síðast búsettur á Ísafirði og lést þann 6. júní 1962. Sigurjón, fæddur 17. febrúar 1886, látinn 26. febrúar 1886. Guðmundína Sigurfljóð, fædd 11. júní 1889, látin 6. nóvember 1914. húsfreyja í Rekavík bak Látur. Guðmundína Sigurfljóð giftist Sigurgeiri Pálmasyni, bónda í Rekavík bak Látur, þann 10. október 1914. Sigurgeir var fæddur 1886 og lést 1924. Þeirra sambúð var barnlaus. Friðrik, fæddur 25. júlí 1891, látinn 26. september 1967. Geirmundur lést þann 6. júní 1921 en Sigurlína 16. mars 1925 bæði á Húsatúni, Látrum í Aðalvík.

Geirmundur var húsmaður á Látrum 1884, húsmaður og bóndi í Efri Miðvík 1886 - 1889 og á Atlastöðum 1899 -1903, húsmaður í Stakkadal 1905 - 1909, var á Borg í Skötufirði 1909 - 1911, fluttist þaðan að Atlastöðum.

Geirmundur var mikill hagleiksmaður í höndum. Eftir hann er útskorin rúmfjöl á byggðasafninu á Ísafirði sem hann gaf Mikkalínu og Friðriki í brúðargjöf. Hann fékk heiðursskjal fyrir smíðar sínar 1921. Ekki er vitað hvar það er niðurkomið í dag en Geirmundur var á líkbörunum þegar það barst.

Friðrik sonur hans var líka góður við smíðar og útskurð og smíðaði hann ýmsa hluti.

Fengið frá: http://frontpage.simnet.is/sigpalm/geirmg.htm