Is your surname Guðnason?

Research the Guðnason family

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

Guðni Guðnason

Birthdate:
Death: March 30, 1936 (75)
Immediate Family:

Son of Guðni Guðason and Ingibjörg Sölvadóttir
Husband of Lilja Jónsdóttir
Father of Guðrún Guðnadóttir; Pálmi Hjalti Jónsson; Aldís Jórun Guðnadóttir and Guðni Guðnason
Brother of (No Name)

Managed by: Sigurbjörg Guðmundsd
Last Updated:

About Guðni Guðnason

EFTIRLEIT Á HOFSAFRÉTT 1912.

Frásögn sú,sem hér fer á eftir,er rituð eftir frásögn Hrólfs Þorsteinssonar fyrir nær 26árum.Árið 1912-1913 bjó Hrólfur á Katastöðum. Í “Göngum og réttum “er sagt frá eftirleit á Mýjabæjarafrétt 1912 þar sem þeir voru saman,Hrólfur og Ólafur Kristjánsson. Sú ferð mun hafa verið farin fyrr,en Hrólfur var þá á besta aldri,26 ára og annálaður göngugarpur.

Komið var fram á jólaföstu, og var þá ráðið að fara í eftirleit á austurhluta Hofsafréttar. Á þessum árum var ekki alls staðar hætt að færa frá og fjallalömbin settust að,þar þau voru á haustdögum,og báru þar beinin ef þau fundust ekki.

Hrólfur gekk yfir að Litluhlíð,og með honum fór þaðan Guðni Guðnason vinnumaður þar hjá Guðmundi Ólafssyni og Ólínu ljósmóður. Guðni hafði búið á Miðvöllum í Svartárdal árin á undan,en missti konu 1.apríl þetta ár,hætti þá að búa og réði sig í vinnumennsku með yngstu dóttur sína Ingibjörgu,sem þá var 11 ára. Guðni var kominn af léttasta skeiði,þegar þetta var,52 ára,en göngumaður var hann mikill og þaulvanur að ganga til fjalls.

Búið var að hlána og hjarna og færi gott,þegar þeir lögðu af stað. Fyrsta daginn fóru þeir að Þorljótsstöðum. Þá bjuggu þar Jónas Jónasson og kona hans Þórey Jónsdóttir,myndarkona í sjón og raun og hin skörulegasta. Þá voru þar á heimilinu Hálfdán sonur þeirra hjóna og kona hans,Guðrún Jónatansdóttir. Fimmta maneskjan þar á heimilinu var Björg Jónsdóttir,70 ára “niðurseta”,rúmliggjandi

Næsta morgun lögðu þeir Guðni af stað tveim tímum fyrir dag og voru komnir fram að kofa við Orravatnsrústir í allbjörtu,og þá leituðu þeir Orravatnsrústir og Bleikálupolla. Svo bjuggu þeir um sig í Rústarkofa og voru þar um nóttina. Ekki höfðu þeir hvílupoka eða annan útbúnað til að láta sér líða vel,en samt sváfu þeir nokkuð um nóttina. Farangur þeirra beggja var 36 pund.

Um morguninn fór Guðni í svellþæfða brók frá Þóreyju á Þorljótsstöðum og sagði draum sinn. Hann dreymdi konu nokkra,sem vildi miðla honum af blíðu sinni,en hann kærði sig ekki um. Áður þótti það ekki góðs vitni og boða harðræði,ef menn dreymdi konu í fjallaferðum.

Veður var bjart,og eins og ekkert hefði í skorist hófu þeir leitina og gengu vestur fyrir Bleikáluháls og suður með honum að vestan að Jökulsá,vestan við Illviðrahnjúk. Áin var þar á ís, og gengu þeir suður yfir hana og leituðu Hnjúkana. Jökulsá eystri kemur úr jöklinum bæði austan og vestan við Illviðrahnjúka,og koma kvíslarnar saman norðan undir Hnjúkunum. Þegar leitarmenn komu á melöldu,sem liggur austur og vestur norðan við ármót,fór að snjóa og kalda á norðan Þeir skiptu nú göngum og skyldi Guðni leita Svörturústir,en Hrólfur Vesturbug,og svo ætluðu þeir að hittast í Pollum. Skömmu eftir að þeir skildu brast á norðaustanstórhríð,og segir nú frá Hrólfi um sinn.

Áður en stórhríðin skall á gat Hrólfur leitað svo nefnda Klasa á Vesturbug,en svo fór hann ofan með austustu Klasakvíslinni og út í Polla og stansaði þar lengi,en ekki kom Guðni þangað. Síðan fór Hrólfur út að Rústarkofa,sem er um klukkutíma gangur,en þar hafði enginn komið. Þá fór hann aftur fram í Polla,dvaldi þar lengi,kallaði og hóaði,en ekkert svar,bara veðurhvinurinn og snjókoman. Í annað sinn fór Hrólfur í Rústarkofa,en ekki var Guðni kominn þangað. Hrólfur hafði ekki eirð í sér til að setjast að og datt í hug að fara austur að Jökulsá. Með Jökulsá að vestan eru gróðurlausar melöldur norðan frá Keldudalsmúla og suður að Jökulsá,þar sem hún sveigir fyrir Austurbug. Landspilda þess er um 5 km. á breidd,sum staðar meira,og einu nafni kölluð Jökulsdalshraun. Aðeins lækur rennur þar af,er Hraunlækur heitir. Hann kemur úr litlu dalverpi og fellur í Jökulsá nálægt Eyfirðingavöðum. Á Jökuldalshraunum,beint austur frá Rústarkofa,er melhóll og varða á,Vörðumelur kallaður. Örnefni þetta mun vera gamalt,en er ekki skráð á kort. Vörðumelur er á hallaskilum,og sér þaðan vel í austur og vestur í björtu veðri.

Hrólfur fór nú um nóttina suðaustur yfir Jökuldalshraun og kom að Jökulsá skammt norðan við Hraunlæk. Þegar hann var á leiðinni austur eftir rofaði dálítið til,og sá rönd af tungli öðru hvoru. Enn var þó mikil hríð,og dimmdi aftur og herti veðrið. Hrólfur settist þá að og lét fenna að sér og lá þar uns dagur rann. Þá fór að birta hríðina,og sá vel austur yfir ána,en koldimmt til vesturs að sjá. Hrólfur fór nú af stað norður hraunin og kom á Vörðumel. Þar sá hann spor eftir mann,en ekki gat hann rakið þá slóð neitt. Þaðan gekk hann austur að á og norður með Pöllum,en Pallar eru djúpir hvammar með Jökulsá og klettar í brúnum. Síðan hélt hann vestur að Rústarkofa,stansaði þar eitthvað,hengdi farangurspokana upp í rjáfur,svo mýs rifu þá ekki í sundur,og hélt síðan út á Keldudal,sem er 10-12 km. leið. Á leiðinni norður eftir sá hann för í svelli eftir kindur,syðst í Keldudalsdragi. Þessar slóðir reyndust ekki dulafullar,því ær með lambhrút var fremst á Keldudal,rétt norðan við ,þeysti hún út dalinn,þegar hún varð mannsins vör.

Ekki hafði Guðni komið að Keldudalskofa,sporlaus snjór var innan við hurðina,og afréð Hrólfur þá að fara ofan að Þorljótsstöðum. Dagsett var orðið,er hann fór frá Skiptahæð á vestur brún Keldudals,og liðið langt á vöku,þegar hann kom að Þorljótsstöðum. Ljós var í baðstofu,og sá Hrólfur,þegar hann guðaði á gluggann,að breitt var fyrir eitt rúmið. Hélt hann þá að gamla konan væri dáin,en svo var ekki. Björg Jónsdóttir andaðist ekki fyrr en ári síðar. Í rúminu lá Guðni,heimtur úr helju,kalinn á fótum og aðframkomin. Hann þoldi ekki að horfa í ljósið,og þess vegna var breitt fyrir rúmið.

Ekki liggur það alveg ljóst fyrir,hvar Guðni fór. Hann fann ekki Polla,en hann kom á Vörðumel,þar sem Hrólfur sá spor eftir hann. Þar birti lítið eitt, svo hann sá austur yfir Jökulsá og vissi hvar hann var,og tók stefnu að Rústarkofa,en fann hann ekki,mun hafa farið norðar,því þar er lítið um kennileiti. Svo gekk hann lengi nætur,uns hann gróf sig í fönn undir hraungarði. Þegar bjart var orðið næsta dag,hélt hann áfram göngunni,en vissi ekki hvar hann fór,því dimmviðri var,þótt slotað hefði veðrinu nokkuð. Þegar dimmt var orðið,settist Guðni að í annað sinn. Mat hafði hann ekki með sér nema eina flatköku og gerði sér nú gott af henni. Þá skeði það,að Guðni sá ljós í fjarlægð,reis á fætur og tók stefnu á ljósið,og ef til vill hefur ljósið í dalnum bjargað lífi hans.

Ekki er vitað með vissu, hvar náttstaður Guðna var,en líklegt má telja,að hann hafi verið á öræfunum austur eða norður af Sátu á vesturparti Hofsafréttar. Í ungdæmi mínu heyrði ég sagt ,að Guðni hefði verið á dalbrúninni við Fossá,þegar hann sá ljósið,en Hjálmar bóndi á Syðra-Vatni sagði mér nýlega,að Guðni hefði sagt sér það sjálfur að hann hefði verið austan við Lambá nálægt Sandfelli ,en það skiptir ekki máli. Kippkorn fyrir sunnan túnið á Þorljótsstöðum er lækur,sem Myllulækur heitir. Þar var kornmylla niðri í gilinu við Hofsá. Þetta kvöld fór annar hvor þeirra feðga,líklega Hálfdán,suður að Myllu og bar luktarljós. Var það ljósið góða,sem vísaði Guðna rétta leið.

Daginn eftir var Guðni ekki góður til gangs. Þórey húsfreyja gerði honum lipra sauðskinnskó og lét ull í þá,en þeir Hrólfur voru 4 tíma út að Litluhlíð,sem er tveggja tíma gangur.

Nokkru síðar fór Hrólfur að sækja farangur þeirra fram að Rústarkofa. Hann fór kl.4 um nótt frá Skatastöðum og var kominn fram að Keldudalsá,þegar birta tók,gekk síðan fram Jökuldal og Palla og þaðan vestur að Rústarkofa,tók farangur þeirra og hafði næturstað í Keldudalskofa. Hrólfi var kalt þá nótt,dró sokkaboli á handleggi sér,en til bóta var kamfóruglas í farangri Guðna.

Ekki verður fleira sagt frá þessari sögulegu eftirleit,en mér þykir hlýða að gera nokkra grein fyrir Guðna Guðnasyni og rekja æviferill hans í nokkrum atriðum.

Guði var fæddur í Efra-Lýtingsstaðarkoti (nú Tunguhlíð) 8.nóvember 1860.Foreldrar hans voru Ingibjörg Sölvadóttir,vinnukona þar og Guðni Guðnason vinnumaður í Goðdölum,síðar bóndi í Villinganes. Guðni yngri var því hálfbróðir Eiríks bónda í Villinganesi og systra hans. Hann mun hafa alist upp hjá vandalausum að mestu,uns hann gat farði að sjá um sig sjálfur,og var þá í vinnumennsku. Lengst ævi sinnar var hann í Lýtingstaðahreppi og þó raunar í Vesturdal. Ég held að fyrr eða síðar hafi hann átt heima á öllum bæjum í Vesturdal,nema kannski Bakkakoti.

Árið 1885 fluttist Guðni norður í Þingeyjarsýslu,að Hvarfi í Bárðardal,og var þar á ýmsum bæjum í Fnjóskadal og Höfðahverfi til 1894,að hann fluttist aftur í sína sveit. Þar fyrir norðan fékk hann konu sína,Lilju Jónsdóttur,og var hún hjú á Víðivöllum í Fnjóskadal,þegar Guðni var þar í nágreni,og gengu þau í hjónaband 1892.Þau eignuðust fjórar dætur,og var Ingibjörg,sem áður er getið yngst þeirra. Í tvö ár var Guðni vinnumaður hjá Einari alþingismanns í Nesi og þótti þar gott hjú og sér í lagi góður fjármaður. Þá átti hann tvo góða hesta móskjóttan og gráan. Guðni og Lilja bjuggu á Miðvöllum í Svartárdal 1901-1906 og aftur 1910-1912.Annars voru þau í húsmennsku,því fátæktin var þeirra fylgikona.

Guðni Guðnason var meðalmaður á vöxt eða naumlega það og ekki burðamikill til erfiðisvinnu. Hann var snotur maður ásýndum og snoturvirkur,geðprúður og viðræðu góður. Æðrulaus var hann þegar á móti blés,sem oft var.

Þó Guðni væri ekki burðarmaður,var hann snöggur göngumaður og léttur á fæti,eins og áður er að vikið. Svo sagði mér Guðmundur í Bjarnastaðahlíð,að 14 ára hefði hann verið sendur með Guðna í eftirleit fram á Keldudal,og hefði það verið snemma vetrar 1883.Þeir fundu hóp af sauðum norðanlega á Keldudal austan ár,og það þótti Guðmundi vel að verið,þegar Guðni fékk honum malpokann og hljóp yfir í hlíðina eins og örskot og komst fyrir sauðina,áður en þeir sluppu fyrir Keldudalsmúlann og fram á Jökuldal.

Þegar ég man eftir Guðna fyrir og eftir 1920,var hann einstæðingur,orðinn gamall maður og lítt vinnufær. Hann gekk með kviðslit og hafði umbúðir vegna þess. Á þessum árum var hann húsmaður með kindur sínar á ýmsum stöðum,og það held ég að ég megi segja,að vel var að honum búið þar sem hann var. Helst vildi hann vera í Vesturdal,þar var sauðland betra og gjafléttara,en hann skorti þrek til heyskapar. Veturinn 1920 var Guðni í Efrakoti eða á Lýtingsstöðum og hafði kindur sínar á Gónanda,sem eru beitarhús frá Efrakoti austan Eggja. Þegar hlánaði seint á góu,var hann orðin heylítill og rak fé sitt fram að Hofi og sleppti því í Lækjarhlíð. Þar er kjarnaland og skjólgott,og ekki heyrði ég að hann hefði orðið fyrir neinum skaða í páskahríðinni, sem stóð fimm daga.

Áður fyrr var lífsbjörg sveitafólksins tengd sauðfénu meira en nú er,og mörgum þótti vænt um sauðfé sitt,en þó held ég að,að engum hafi þótt vænna um kindurnar sínar en Guðna Guðnasyni. Þær voru ekki margar á seinni árum hans,svona kannski 20-30,en flestar voru þær mislitar,flekkóttar,höttóttar og allavega mislitar. Oftast mun hann hafa átt forustufé,og margar kindur átti hann ferhyrndar. Haft er eftir honum,að ef hann þyrfti að selja eða lóga,þá gengi hann á það hvíta. Einhvert sinni var það að ríkisbóndi krafði hann um skuld og tók af honum nokkra sauði upp í skuldina. Þá er sagt að Guðni hefði grátið.

Afkomendur Guðna munu nú vera allmargir,en einn þeirra er nafnfrægastur. Það er Þorgrímur,sonur Jóhanns Bjarna Jósepssonar og Ingibjargar Guðnadóttur. Þorgrímur var flugmaður í Bandaríkjaher í Kóreustyrjöldinni og hlaut heiðursmerki fyrir djarflega framgöngu.

36 ár eru nú liðin,síðan Guðni Guðnason var til moldar borinn. Að sjálfsögðu hefur gras gróið á leiði hans,en hann er samt ekki undir hinni”grænu torfu”.Það hefur frétts til hans á góðum stað. Eftirfarandi frásögn hef ég skrifað í apríl 1958 eftir góðri heimild.

Fyrir nokkrum árum kom Guðni Guðnason frá Miðvöllum fram á tveimur miðilsfundum á Akureyri hjá Hafsteini miðli. Annar fundurinn var haldin í þakherbergi í Oddfellóahúsinu,en hinn á neðstu hæð í barnaskólanum. Á þessum fundum var skyldfólk Guðna,Guðrún systir hans og sumt af börnum hennar. Miðillinn nefndi nafn hans og lýsti honum nákvæmlega og sagði að honum hefði þótt svo vænt um kindurnar sínar að þær væru þarna hjá honum og hornin á þeim væru svo skrýtin. Sum aftur og sum stóðu fram og sum beint upp og svo voru fjögur horn á sumum,og það hafði hann aldeir séð áður. Kindurnar voru allavega mislitar..Þegar búið var að lýsa manninum og kindunum,varð dálítil þögn,og síðan sagði miðillinn:”Það má segja það um þennan mann,að hann hafi aldrei viljandi gert mein manni eða skepnu.

Á seinna fundinum spurði einhver fundagesta,hvort Guðni mætti hafa kindurnar hjá sér,og játaði hann því,og kom svo innskot frá Runka stjórnanda miðilsins:”Annað hvort væri nú.”Síðan sagði hann það frá Guðna,að ef hann fengi ekki að hafa kindurnar hjá sér ,vildi hann hverfa aftur til jarðarinnar.

Við sem þekktum Guðna Guðnason,vonum að honum líði vel á landi feðra vorra,hvort sem að hann kemur aftur eða ekki.

1.desember 1972

Þessa frásögn hef ég ritað eftir bók Björns Egilssonar frá Sveinsstöðum.”Gengnar götur.”

7.júní 97

Sigurður Arnfinnsson

view all

Guðni Guðnason's Timeline

1860
November 8, 1860
1860
1895
1895
1897
October 19, 1897
1900
January 25, 1900
Skagafirði, Skagafjarðarsýslu, Svartárdal, Iceland
1936
March 30, 1936
Age 75