Kristrún Skúladóttir

Is your surname Skúladóttir?

Research the Skúladóttir family

Kristrún Skúladóttir's Geni Profile

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

Kristrún Skúladóttir

Birthdate:
Death: April 24, 2014 (87)
Hjúkrunarheimilið, Grund, Ísland (Iceland)
Immediate Family:

Daughter of Skúli Oddleifsson and Guðbjörg Gissurardóttir
Wife of Private
Mother of Private and Private

Managed by: Hjörtur Kristjánsson
Last Updated:
view all

Immediate Family

About Kristrún Skúladóttir

Kristrún fæddist 8. febrúar 1927 í Reykjavík. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 24. apríl 2014. Útför Kristrúnar fór fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu 30. apríl 2014.

Foreldrar hennar voru Skúli Oddleifsson frá Langholtskoti í Hrunamannahreppi, d. 1989, og Guðbjörg Gissurardóttir frá Gljúfurholti í Ölfusi, d. 1981. Fósturforeldrar voru Jón Jónsson frá Skipholti í Hrunamannahreppi, d. 1955, og Valdís Jónsdóttir frá Reykjadal í Hrunamannahreppi, d. 1970. Þau bjuggu á Grettisgötu 55c í Reykjavík. Uppeldissystkini Kristrúnar voru sex, en þau eru öll látin. Kristrún átti sex hálfsystkini og lifa fjögur þeirra.

Kristrún giftist eftirlifandi eiginmanni sínum, Þóri Geirmundarsyni, 27. desember 1952.

Þau eignuðust tvö börn: 1) Geir Jón, giftur Guðrúnu Ingveldi Traustadóttur og eiga þau fjögur börn, þau eru: a) Þórir Rúnar, giftur Guðrúnu Maríu Jónsdóttur og eiga þau eina dóttur, Elísabet Ingu, en fyrir á hann tvo syni, Geir Jón og Víking Ómar. b) Narfi Ísak, giftur Guðrúnu Hlín Bragadóttur og eiga þau tvö börn, Brynjar Inga og Dórótheu Lind. c) Símon Geir, giftur Eydísi Berglindi Baldvinsdóttur og eiga þau einn son, Benjamín Emil. d) Ragnheiður Lind, gift Brynjari Ólafssyni og eiga þau eina dóttur, Ólöfu Lilju.

2) Rakel, gift Gísla Þórerni Júlíussyni og eiga þau þrjú börn, þau eru: a) Vala Rún, í sambúð með Árna Leó Stefánssyni. b) Jón Símon, í sambúð með Dagmöru Ambroziak og eiga þau eina dóttur, Árelíu Ósk. c) Tumi Snær, í sambúð með Gyðu Hrund Þorvaldsdóttur.

Kristrún, sem ávallt var kölluð Dúna, bjó alltaf í Reykjavík og lengst af á Leifsgötunni. Hún útskrifaðist frá Kvennaskólanum og starfaði sem ritari og skrifstofukona. Lengst af helgaði hún líf sitt heimili og börnum en vann síðar umönnunarstörf og við hreingerningar á vegum Reykjavíkurborgar.

view all

Kristrún Skúladóttir's Timeline

1927
February 8, 1927
2014
April 24, 2014
Age 87
Hjúkrunarheimilið, Grund, Ísland (Iceland)
April 30, 2014
Age 87