Is your surname Skúlason?

Connect to 88 Skúlason profiles on Geni

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

Arnar Skúlason

Birthdate:
Death: October 30, 2015 (74)
Immediate Family:

Son of Skúli Sigurðsson and Heiðveig Árnadóttir
Husband of Private
Ex-husband of Private
Ex-partner of Private
Father of Private; Private; Private; Private; Private and 3 others

Managed by: Hjörtur Kristjánsson
Last Updated:
view all 14

Immediate Family

    • Private
      ex-partner
    • Private
      child
    • Private
      ex-spouse
    • Private
      child
    • Private
      child
    • Private
      child
    • Private
      child
    • Private
      child
    • Private
      spouse
    • Private
      child
    • Private
      child

About Arnar Skúlason

Arnar Skúlason fæddist á Vatnsstíg 8 í Reykjavík 7. september 1941. Hann lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 30. október 2015. Útförin fór fram frá Hólskirkju, Bolungarvík, 14 nóvember 2015.

Foreldrar hans voru Skúli Sigurðsson símaverkstjóri frá Gamlahrauni á Eyrarbakka, f. 8.3. 1901, d. 26.6. 1984, og Heiðveig Árnadóttir frá Búðum á Snæfellsnesi, f. 15.10. 1912, d. 2.5. 2012. Systkini Arnars voru Sigurjón Hrólfsson, f. 27.2. 1931, Erla Hrólfsdóttir, f. 7.1. 1933, Sigurður Kristinn Skúlason, f. 12.10. 1937, d. 25.11. 1996, Auður Skúladóttir, f. 1.11. 1945, og Birkir Skúlason, f. 1.11. 1945.

Um tíma átti Arnar heima í Sogamýri 1, Reykjavík, en flutti 13 ára gamall á Víghólastíg 10 í Kópavogi með foreldrum sínum. Fimm ára fór hann í sveit að Heydalsá í Strandasýslu til Ragnheiðar Guðmundsdóttur ekkju, sem þar bjó með börnum sínum. Hann dvaldi þar næstu sumur til 13 ára aldurs.

Árið 1961 giftist Arnar Elísu Berthelsen, f. 30.4. 1939, og eignaðist með henni þrjú börn. Elísa átti tvö börn fyrir, Erling og Herdísi. Börn Elísu og Arnars eru: 1) Ingigerður, f. 25.12. 1960, gift Birgi Frey Lúðvíkssyni. Þau eiga þrjú börn. 2) Skúli, f. 12.10. 1962, hann á þrjú börn. 3) Vilborg, f. 1.9. 1964, gift Halldóri M. Þórissyni. Þau eiga fjögur börn. Auk þess gekk hann stjúpdóttur sinni, Herdísi Sólveigu O. Arnarsdóttur, f. 1.11. 1958, í föðurstað. Hún er gift Jósteini Bachmann. Þau eiga fjögur börn, nú búsett í Noregi. Arnar og Elísa slitu samvistir 1966.

Arnar kynntist árið 1969 í Reykjavík Þóru Magnúsdóttur, f. 25.6. 1934. Þau eignuðust dótturina Ólöfu Arnarsdóttur Grissom, f. 20.1. 1970, gift David Grissom, búsett í Texas, BNA. Þau eiga þrjú börn. Arnar og Þóra slitu samvistir haustið 1969.

Eftirlifandi maki Arnars er Lilja Ólöf Sölvadóttir, f. 26.7. 1939, dóttir hjónanna Sölva Ásgeirssonar og Fanneyjar Annasdóttur frá Flateyri. Arnar og Lilja giftust árið 1970. Börn þeirra eru: 1) Guðbergur, f. 21.12. 1970, giftur Nikólínu Beck Þorvaldsdóttur. 2) Ragnheiður, f. 1.9. 1975. Hún á tvö börn.

Lilja og Arnar hófu búskap í Austurgötu 29b í Hafnarfirði.

14 ára byrjaði Arnar í símaflokki föður síns á Vestfjörðum. Hann vann þar á hverju sumri til 1971. Hann vann önnur störf á vetrum, meðal annars á togurum í Hafnarfirði og vegavinnu á Suðurlandi. Hann fór að starfa hjá Íslenskum aðalverktökum 1970 á Keflavíkurflugvelli á þungavinnuvélum og krana til 1974 og hjá vegavinnufyrirtæki í Kópavogi til 1977.

Árið 1977 fluttu þau hjónin til Bolungarvíkur. Arnar stofnaði fyrirtæki með Karli Þórðarsyni, svila sínum, og vann á krana til 1984. Næstu árin vann Arnar ýmiss konar verkamannavinnu í Bolungarvík allt þar til hann eignaðist trillubát 1984. Hann hóf saltfiskverkun í bílskúrnum á Þuríðarbraut í Bolungarvík. Hann vann í loðnubræðslunni í Bolungarvík frá 1990 til 2004. Árin 2004 og 2005 vann hann við byggingarvinnu hjá Spýtunni ehf. á Ísafirði og hjá Geirnaglanum ehf. á Ísafirði.

view all 14

Arnar Skúlason's Timeline

1941
September 7, 1941
2015
October 14, 2015
Age 74