Benedikt Pálsson

Is your surname Pálsson?

Connect to 8,478 Pálsson profiles on Geni

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

Benedikt Pálsson

Birthdate:
Birthplace: Thingeyrar, Austur-Hunavatnssysla, Iceland
Death: 1664 (55-56)
Modruvollum, Eyjafjardarsysla, Iceland
Immediate Family:

Son of Páll Guðbrandsson and Sigríður Björnsdóttir
Husband of Sigríður "stórráða" Magnúsdóttir
Father of Magnús Benediktsson and Þorlákur Benediktsson
Brother of Björn Pálsson

Occupation: Studerede i Hamborg og blev taget til fange af muslimer 1633 på vej til Island. Kom sig fri i 1636 og blev rådsmand ved bispesædet i Hólar og administrator ved klosteret på Mødruvellir, Lögréttumaður Og Klausturhaldari, Bartskeri og klausturhalda
Managed by: Inga Barbara Arthur
Last Updated:

About Benedikt Pálsson

Íslendingabók:

Benedikt Pálsson Fæddur um 1608 Látinn 1664 Bartskeri og klausturhaldari. Varð bartskeri í Hamborg, tekinn á leið til Íslands 1633 af Alsírmönnum, en fékk sig leystan og kom til landsins 1636. Ráðsmaður Hólastóls 1636-38, klausturhaldari á Möðruvöllum frá 1639, til æviloka. Fékk konungsleyfi til að giftast Hólmfríði, en þau voru þremenningar frá Árna Gíslasyni. „Góðlyndis- og listamaður“, segir Espólín. Heimildir: ÍÆ.I.134, Esp.337, Lrm., Skólam., Æ.Þing.I.137, Laxd.42, Jarðabréf, Jarðabók ÁM XIII

Wickipedia:

Benedikt Pálsson

https://is.wikipedia.org/wiki/Benedikt_P%C3%A1lsson

Benedikt Pálsson (um 1608 – 1664) var íslenskur bartskeri, Hólaráðsmaður og klausturhaldari. Hann var sonur Páls Guðbrandssonar sýslumanns á Þingeyrum og konu hans Sigríðar Björnsdóttur og var Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup afi hans.

Benedikt fór til Hamborgar 1628 og lærði þar til bartskera en í því fólst á þeim tíma bæði rakaraiðn og sáralækningar. Þegar hann var á leið heim til Íslands með þýsku skipi árið 1633 réðust sjóræningjar frá Barbaríinu á skipið og hertóku það. Benedikt var fluttur til Algeirsborgar og seldur í ánauð og í erfiljóði eftir hann segir að hann hafi verið galeiðuþræll á Miðjarðarhafi. Þegar Íslendingar sem herteknir höfðu verið í Tyrkjaráninu voru keyptir lausir árið 1636 var Benedikt í þeim hópi og komst því heim eftir þriggja ára vist í Barbaríinu.

Hann varð ráðsmaður Hólastóls við heimkomuna en Þorlákur Skúlason frændi hans var þá biskup. Því starfi gegndi hann til 1638. Árið 1639 varð hann klausturhaldari á Möðruvöllum og hélt því til æviloka. Jón Espólín segir að hann hafi verið góðlyndis- og listamaður.

Fyrri kona Benedikts var Hólmfríður Einarsdóttir, sem var dóttir Einars Hakonarsonar sýslumanns á Ási í Holtum og Ragnheiðar konu hans, dóttur Magnúsar prúða. Þau voru þremenningar og þurftu konungsleyfi til að giftast. Hún dó 1645 og voru þau barnlaus. Benedikt giftist árið 1649 Sigríði Magnúsdóttur stórráðu, sem var dóttir Magnúsar Jónssonar lögréttumanns og skálds á Sjávarborg. Hún var sögð allra kvenna fríðust en afar ráðrík og skapmikil og jafnvel talin fjölkunnug. Segir Espólín að hún hafi verið Benedikt ill og flýtt fyrir dauða hans. Hún giftist svo Jóni Eggertssyni frá Ökrum, eftirmanni Benedikts.

Á meðal barna þeirra Benedikts og Sigríðar var Magnús Benediktsson bóndi á Hólum í Eyjafirði, sem Espólín segir hafa verið nafnkunnugt illmenni, enda var hann dæmdur til Brimarhólmsvistar eftir langan málarekstur fyrir hrottalegt morð á þungaðri barnsmóður sinni. Sonur hans var Nikulás Magnússon sýslumaður.

view all

Benedikt Pálsson's Timeline

1608
1608
Thingeyrar, Austur-Hunavatnssysla, Iceland
1657
1657
Iceland
1660
1660
Modruvollum, Eyjafjardarsysla, Iceland
1664
1664
Age 56
Modruvollum, Eyjafjardarsysla, Iceland