Elísa Ólafsdóttir

public profile

Is your surname Ólafsdóttir?

Research the Ólafsdóttir family

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

Elísa Ólafsdóttir

Birthdate:
Death: June 17, 1927 (73)
Immediate Family:

Daughter of Ólafur Ólafsson and Sólveig Hannesdóttir
Wife of Jón Guðmundsson and Grímur Bjarnason
Ex-partner of Jón Sigurðsson
Mother of Jónína Jónsdóttir; Guðrún Jónsdóttir; Guðmundur Finnbogi Jónsson; Guðbjörg Jónsdóttir and Kristinn Plató Grímsson
Sister of Ingibjörg Ólafsdóttir; Magnús Ólafsson; Ólafur Ólafsson; Árni Ólafsson and Arnfríður Ólafsdóttir
Half sister of Gisli Ólafsson; Jonina (Nina) Olaveson and Charles Þorkell Olafson

Occupation: vinnukona/húskona/barnfóstra
Managed by: Snorri Marteinsson
Last Updated:

About Elísa Ólafsdóttir

Hörð lífsbarátta

Á árunum 1884-1889 bjuggu á Steinstúni í Norðurfirði hjónin Jón Guðmundsson f. 18.9 1854 fæddur og uppalinn á Dröngum og Elísa Ólafsdóttir f. 13.9 1851 frá Ósi. Þegar sá atburður varð sem hér verður reynt að segja frá höfðu þau eignast tvö börn, Guðrúnu f. 1884 og Finnboga f. 1886. Þá hafði Elísa eignast dótturina Jónínu árið 1882. Faðir hennar var Jón Sigurðsson á Reykjanesi en hann drukknaði í Húnaflóa 1882 með Þorsteini á Kjörvogi.

Í maímánuði 1888 tók Jón sér ferð á hendur og gengur norður að Dröngum. Um erindi hans þangað er ekki vitað. Þegar þetta gerðist var Elísa kona hans ófrísk og komin langt á leið. Nú gerist það þegar Jón kemur frá Dröngum í Ófeigsfjörð að hann veikist hastarlega af lungnabólgu og verður rúmfastur þar. Boðum var komið til Elísu um hvernig komið er fyrir Jóni. Þó Elísa væri eins og áður sagði vanfær og komin langt á leið ákvað hún að vitja bónda síns og fór fótgangandi norður í Ófeigsfjörð. Börnunum sínum hefur hún trúlega komið fyrir í Norðurfirði á meðan hún fór þessa ferð. Þetta vor voru mikil harðindi. Hafís lá fyrir landi og fyllti víkur og firði. Til að stytta sér leið fór hún á ís yfir Ingólfsfjörð. Það mun hafa verið 26.maí sem hún fór í þessa ferð. Ekki mun hún hafa staldrað lengið við í Ófeigsfirði heldur farið heim samdægurs. Í Norðurfirði bjuggu þá Ólafur Ólafsson og Soffía Hansdóttir.

Að morgni 27.maí veita íbúar í Norðurfirði því athygli að á Steinstúni er búið að breiða hvíta ábreiðu á húsvegginn. Sumir segja á steininn (Stórastein) sem er áberandi skammt frá bænum. Það mun hafa verið nokkuð algengt að nota þá aðferð til að koma hjálparbeiðni til næstu bæja þegar neyð bar að höndum og enginn var heima til að senda eftir hjálp. Þegar farið var að huga að hvað þarna hafði gerst kom í ljós að um nóttina þegar Elísa kom heim úr ferðalaginu veiktist hún og fæddi dóttur. Barnið var mjög veikburða, einungis fimm merkur og því tvísýnt um hvort takast mætti að halda í því lífi. Mun Soffía sem áður er getið hafa tekið það vandasama hlutverk að sér. Við þær aðstæður sem þá var búið við má það teljast einstætt og með ólíkindum að það skyldi takast að hlúa þannig að þessu veikburða barni að því varð ekki meint af og náið að dafna. Soffía mun í upphafi hafa hlúð þannig að barninu að hún vafði um það líknarbelg og því næst ullarþeli. Barnið hlaut nafnið Guðbjörg.

Ári síðar eða 20.maí 1889 lést Jón maður Elísu og stóð hún þá ein upp með fjögur ung börn. Hún varð nú að leysa upp heimilið. Börnunum sínum Jónínu og Finnboga kom hún fyrir í Norðurfirði og ólust þau upp hjá Soffíu og Ólafi. Guðbjörg ólst upp hjá Þorgerði Sveinsdóttur í Ingólfsfirði og fylgdi henni svo að Munaðarnesi þegar Þorgerður lét af búskap og flutti til dóttur sinnar Guðlaugar og tengdasonar Guðmundar Gísla Jónssonar sem þar bjuggu. Guðbjörg var framan af ævi í vinnumennsku á ýmsum stöðum í Árneshreppi. En gerðist svo bústýra á Munaðarnesi og var þar til æviloka. Guðrún mun hafa farið með Elísu móður sinni norður að Horni.

Guðrún giftist síðar Júlíusi Geirmundssyni á Atlastöðum í Fljótavík. Árið 1894 giftist Elísa Grími Bjarnasyni frá Skjaldabjarnarvík. Grímur fórst við bjargsig i Hornbjargi 9.júlí árið 1900. Þau eignuðust einn son, Kristinn Plató f. 16.október 1894. Hann bjó lengi á Horni. Elísa Ólafsdóttir lést 17.júní 1927.

Guðmundur G. Jónsson skráði, Munaðarnesi 25. febrúar 1999

Heimildarmenn: Benedikt Valgeirsson í Árnesi, Guðmundur P. Valgeirsson í Bæ, Pálína Guðjónsdóttir á Munaðarnesi o.fl.

Fengið að láni hjá Elísabetu Ólafíu Rónaldsdóttur, Anna Stefáns fær þakkir fyrir að benda mér á þessa frásögn.

Viðbætur og mögulegar leiðréttingar skv. samtali Snorra Marteinssonar við Guðrúnu Elínu Kristinsdóttir (Plató Grímssonar) 6. júlí 2010:

 Elísa komst ekki utan með föður sínum þar sem hún var með ungabarn (Jónína) og ólétt af Guðrúnu, en hún hafi aldrei átt fyrir fargjaldinu.

 Elísa var vinnukona á Norðurfirði, þegar Jón lést hafi hún verið Ómagi og börnin því tekin af henni, fyrir utan eitt (Guðrúnu eins og að ofan segir)

 Elísa gerðist ráðskona hjá Elíasi Einarssyni á Horni, þar kynnist hún Grími

 Þegar Grímur lést, hrökklaðist Elísa í burt frá Horni, en Elías gerði kröfu um að barnið (Kristinn) yrði hjá sér. Elísa fékk því þó framgengt að barnið héldi föðurnafninu. Elías var víst hrifinn af Elísu, en það var ekki gagnkvæmt.

 Elísa var í eitt ár á næsta bæ, hjá Betúeli á Horni, en fór síðan að Látrum, þar sem Guðrún kynnist Júlíusi eins og fram kom að ofan.

 Þegar Júlíus og Guðrún flytjast að Atlastöðum í Fljótavík (1906), flytur Elísa með þeim þangað, en þar bjó hún til dánardags (1927).

Athugasemdir, leiðréttingar og eða viðbætur vel þegnar...

view all

Elísa Ólafsdóttir's Timeline