J. Þórdís (Jóna Þórdís) Eggertsdóttir

Is your surname Eggertsdóttir?

Research the Eggertsdóttir family

J. Þórdís (Jóna Þórdís) Eggertsdóttir's Geni Profile

Share your family tree and photos with the people you know and love

  • Build your family tree online
  • Share photos and videos
  • Smart Matching™ technology
  • Free!

J. Þórdís (Jóna Þórdís) Eggertsdóttir

Birthdate:
Death: August 30, 1991 (60)
Immediate Family:

Daughter of Eggert Kristánsson and Oddbjörg Jónsdóttir
Wife of Private
Ex-partner of Private
Mother of Private; Private; Private and Private
Sister of Private
Half sister of Gunnlaug Charlotta Eggertsdóttir; Kristján Eggertsson and Helgi Eggertsson

Managed by: Private User
Last Updated:
view all 15

Immediate Family

About J. Þórdís (Jóna Þórdís) Eggertsdóttir

. Elskuleg vinkona er látin. Það er erfitt að sætta sig við slíkt. Jóna Þórdís hét hún fullu nafni, dóttir hjónanna Eggerts Kristjánssonar, söðlasmiðs og seinni konu hans Oddbjargar Jónsdóttur.

Dísa ólst upp á Laugavegi 74 ásamt einkabróðurnum Rósari. Frá fyrra hjónabandi átti Eggert 3 börn, Kristján, Karlottu og Helga, sem öll eru látin. Helgi var þeirra yngstur og hafði lamast á unga aldri. Var hann á heimili föður síns þar til hann stofnaði eigið heimili.

Móður sína misstu þau systkini árið 1941. En þá tók Guðrún móðursystir þeirra heimilið að sér.

Eggert lést árið 1946, er þau systkini voru enn á unglingsaldri.

En Gunna frænka var hinn trausti stólpi, sem hélt heimili fyrir þau meðan þess þurfti. Síðustu æviárin dvaldist hún á heimili Dísu, en hún lést árið 1975 í hárri elli.

Þær eru margar minningarnar sem koma í hugann á kveðjustund. Fyrst þau systkinin að koma í heimsókn með Gunnu frænku, þá á leið í sveitina að Kvíum þar sem Sigríður móðursystir þeirra bjó. Og síðan á unglingsárunum. Mörg voru bréfin sem fóru á milli okkar þá.

Sumarið 1954 fórum við vinkonur saman í 3 vikna ferðalag um Norðurlönd. Á þessum árum urðu vináttuböndin enn sterkari og margar góðar stundir áttum við saman.

Árið 1962 gekk Dísa í hjónaband með eftirlifandi eiginmanni sínum Björgvini Jónssyni, vörubílstjóra. Eignuðust þau 3 syni, Jón, Eggert og Þorgils. Áður átti Dísa dótturina Oddbjörgu. Öll hafa þau systkin flutt að heiman og eru barnabörnin fjögur. Dísa ólst upp á frænd- og vinmörgu heimili á Laugaveginum og var þar mikill gestagangur enda gott að koma þar hvort sem var til lengri eða skemmri dvalar. Ekki breyttist það þegar þau Björgvin byrjuðu sinn búskap þar.

Fyrir um 15 árum fluttu þau á Kópavogsbrautina, fyrst í sambýli með Guðrúnu móður Björgvins, og síðan í eigið hús handan götunnar.

Ég er vinkonu minni ávallt þakklát fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ekki grunaði mig er ég var við brúðkaup elsta sonarins, Jóns, 24. ágúst sl. að við ættum ekki eftir að sjást oftar í þessu lífi.

Elsku Björgvin, Odda, Jón, Eggert, Þorgils, tengdabörn og barnabörn, megi góður Guð styrkja ykkur á sorgarstund.

Dísu vinkonu þakka ég einlæga og trygga vináttu.

Blessuð sé minning hennar.

Ása Ólafsdóttir.

Tekið af Mbl.is frá 6. september 1991

view all

J. Þórdís (Jóna Þórdís) Eggertsdóttir's Timeline