Start My Family Tree Welcome to Geni, home of the world's largest family tree.
Join Geni to explore your genealogy and family history in the World's Largest Family Tree.

Landnámabók 1. kafli

Top Surnames

view all

Profiles

A resource to catalogue and organise profiles of the people mentioned in kafli 2 of Landnámabók.

Source texts:

Landnámabók

https://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm

1. kafli

Þá er Ísland fannst og byggðist af Noregi, var Adríánus páfi í Róma og Jóhannes eftir hann, sá er hinn fimmti var með því nafni í postuligu sæti, en Hlöðver Hlöðversson keisari fyrir norðan fjall, en Leó og Alexander son hans yfir Miklagarði; þá var Haraldur hárfagri konungur yfir Noregi, en Eiríkur Eymundarson í Svíþjóð og Björn son hans, en Gormur hinn gamli að Danmörk, en Elfráður hinn ríki í Englandi og Játvarður son hans, en Kjarvalur að Dyflinni, Sigurður jarl hinn ríki í Orkneyjum.

Svo segja vitrir menn, að úr Noregi frá Staði sé sjö dægra sigling í vestur til Horns á Íslandi austanverðu, en frá Snæfellsnesi, þar er skemmst er, er fjögurra dægra haf í vestur til Grænlands. En svo er sagt, ef siglt er úr Björgyn rétt í vestur til Hvarfsins á Grænlandi, að þá mun siglt vera tylft fyrir sunnan Ísland. Frá Reykjanesi á sunnanverðu Íslandi er fimm dægra haf til Jölduhlaups á Írlandi (í suður; en frá Langanesi á norðanverðu Íslandi er) fjögurra dægra haf norður til Svalbarða í hafsbotn.

Svo er sagt, að menn skyldu fara úr Noregi til Færeyja; nefna sumir til Naddodd víking; en þá rak vestur í haf og fundu þar land mikið. Þeir gengu upp í Austfjörðum á fjall eitt hátt og sáust um víða, ef þeir sæju reyki eða nokkur líkindi til þess, að landið væri byggt, og sáu þeir það ekki.

Þeir fóru aftur um haustið til Færeyja; og er þeir sigldu af landinu, féll snær mikill á fjöll, og fyrir það kölluðu þeir landið Snæland. Þeir lofuðu mjög landið.

Þar heitir nú Reyðarfjall í Austfjörðum, er þeir höfðu að komið. Svo sagði Sæmundur prestur hinn fróði.

Maður hét Garðar Svavarsson, sænskur að ætt; hann fór að leita Snælands að tilvísan móður sinnar framsýnnar. Hann kom að landi fyrir austan Horn hið eystra; þar var þá höfn. Garðar sigldi umhverfis landið og vissi, að það var eyland. Hann var um veturinn norður í Húsavík á Skjálfanda og gerði þar hús.

Um vorið, er hann var búinn til hafs, sleit frá honum mann á báti, er hét Náttfari, og þræl og ambátt. Hann byggði þar síðan, er heitir Náttfaravík.

Garðar fór þá til Noregs og lofaði mjög landið. Hann var faðir Una, föður Hróars Tungugoða. Eftir það var landið kallað Garðarshólmur, og var þá skógur milli fjalls og fjöru.


http://www.northvegr.org/sagas%20annd%20epics/miscellaneous/landnam...

Chapter 1

Here beginneth the "Landnamabok" (or Book of Settlement), and in the first chapter is stated whither is the shortest way from Iceland. When Iceland was discovered and peopled from Norway, Adrian was Pope of Rome, and after him John, he who was eighth of that name in the Apostolic seat, Louis, son of Louis, was Kaisar north of the Alps, and Leo and his son Alexander over Constantinople. Then was Harold Fairhair King over Norway and Eric the son of Eymund in Sweden, and his son Biorn; and Gorm the Ancient in Denmark, and Alfred the Great in England, and afterwards Edward his son, and Kiarval in Dublin, and Earl Sigurd the Mighty in Orkney.

So wise men say, that from Norway, out of Stad, there are seven half-days' sailing to Horn, in eastern Iceland, and from Snowfells Ness, where the cut is shortest, there is four days' main west to Greenland. But it is said, that if one sail from Bergen straight west to Warf, in Greenland, then one must keep about 12 miles (sea miles) south of Iceland, but from Reekness, in southern Iceland, there is five days' main to Jolduhlaup, in Ireland, going south; but from Longness, in northern Iceland, there is four days' main north to Svalbard, in Hafsbotn, but one day's sail there is to the Wastes of Greenland from Kolbein's Isle in the north.

So it has been said that once men set out from Norway bound for the Faroe Islands; and some say that it was Naddod the Viking; but they drifted west into the main and found there a great land. They went up aland, in the East Firths, to the top of a high mountain, and looked round about, far and wide, to see if they could observe smokes, or any inkling of the land being settled, but they could not observe anything of the kind. They went afterwards, about autumn, to the Faroe Islands, and as they sailed from the land, much snow fell upon the mountains, and therefore they called the land Snaeland = Snowland. They praised the land much. The place where they arrived at is now called Reydar Fell, in the East Firths. So said Sæmund, deep in lore, the Priest.

There was a man named Gardarr, the son of Svavar, a Swede by kin, he went to seek Iceland under the direction of his mother, who was a seer. He came to land east of the Eastern Horn; there was a haven then. Gardar sailed round the land and so came to know that it was an island.

He was through the winter in the north in Husavik in Skjalfand and there he built a house. In the spring, when he was ready for sailing, a man named Nattfari was drifted from him in a boat, in which also was a thrall and a bondswoman. He settled in the place which has since been called Nattfara-vik. Gardar went from thence to Norway, and he praised the land much. He was the father of Uni, the father of Hroar, the godi of Tunga. After that the land was called Gardar's Holme, and was covered with wood between fell and foreshore.